Ég er svolítið skrítin skrúfa þegar kemur að kvikmyndum og þáttaröðum í sjónvarpi. Get ekki söguþræði um eiturlyfjabaróna, nauðgara, morðingja, eða íslenskan veruleika um tilurð kvótkerfisins, handbolta og glæpi í ófærð úti á landi.
Vil bara sögur þar sem góða fólkið sigrar að lokum. Skil ekki fólk sem kýs að horfa á vonda einstaklinga sigra. Hélt að áhorf á skjáinn og tjaldið væri til þess gert að sjá annan veruleika en þann sem við upplifum dag hvern.
Svona er ég nú einfaldur.