Góða fólkið

Eflaust telst ég til „góða fólksins“ fyrir að tala fyrir jafnrétti, gegn feðraveldinu, með þolendum, með flóttafólki og innflytjendum, með konum, með áreittum ungum stúlkum og gegn frægum listamönnum sem telja það til réttinda sinna að fá að herja á þær óáreittir.

Telst samt ekki til „góða fólksins“ sem meikar ekki að búa við hlið flóttafólks og innflytjenda eða ferðast með þeim í strætó á milli staða. Hvað þá að bjóða þeim far með sér í Teslunni sinni.

Í kringum mig býr fólk víðsvegar af hnettinum og ég ferðast glaður með þeim í strætó án nokkurra vandkvæða. Vissulega krefjandi á stundum með mörg tungumál í eyrunum en ætíð þess virði. Getur hitt „góða fólkið“ sagt hið sama innilokað í sínum blikkbeljum á leið í úthverfin!

Færðu inn athugasemd