Fátækt

Ömurlegt að sjá viðbrögð Katrínar, Bjarna og Sigurðar í Silfrinu við ummælum Ingu í Flokki fólksins um að fátækt barna hefði aukist í stjórnartíð þeirra. Vísuðu bara til rannsókna einhverra sérfræðinga og þóttust ekkert kannast við að á Íslandi færu börn svöng í háttinn eða stæðu í húsnæðishraki.

Þægilegt að dvelja sáttur í sínum bergmálshelli allsnægta og hvorki trúa né skilja að til sé fólk sem býr við fátæktarmörk í stöðugri baráttu við að halda þaki yfir sér og sínum og eiga til hnífs og skeiðar. Sem hefur ekki efni á að senda börnin sín í tómstundir utan skóla eins og íþróttir og tónlist. Fólk sem fer ekki til Tene á hverju ári og helgarferð að vetri til.

Vel stætt fólk á ekkert með að stjórna velferðarmálum þjóðarinnar. Það veit ekkert hvernig er að alast upp í fátækt.

Færðu inn athugasemd