Heyrði í Langa Sela og Skuggunum í dag og hugsaði með mér: þeir hefðu komist í úrslitin með rokkabillíið. Við kjósum alltaf lag sem við höldum að muni komast áfram en reynist svo miðjumoð svipað öllum hinum. Örugga lagið.
Sendum oft atriði sem við teljum örugg í stað þess að velja annað sætið eins og Karen eða Ég lifi í draumi.
Gerum sömu mistökin í kjörklefanum og kjósum aftur og aftur yfir okkur leiðindi og stöðnun því við þorum ekki að taka næsta skref og hoppa yfir lækinn af ótta við að blotna í fæturna.