Enn hálf dofinn

Svaf illa í nótt. Veltist um í kvíðakasti. Hugsanir fram og til baka. Áhyggjur af að verða hafður fyrir ranga sök og látinn sæta ábyrgð ef engar myndbandsupptökur finnast sem sanna sakleysi mitt. Orð gegn orði barns sem vill bara refsa einhverjum feitum og sköllóttum kalli.

Lögreglukonan var búin að dæma mig fyrir fram og horfði á mig með fyrirlitningu. Lögreglumaðurinn var meira til í að trúa mér en samt ekki. Ég gæti vel verið að ljúga. Kemur í ljós hvort ég verð freimaður (e: framed) ef réttur aðili finnst ekki. Lögreglan hefur ekki enn hringt og boðað mig í sakbendingu eða skýrslutöku.

Færðu inn athugasemd