Eftir viðskipti mín við lögregluna í Mjóddinni, sé ég hana hvert sem ég fer. Var fyrir utan hjá mér í gær á Volvo Cross Country og líka niður í bæ á þremur Kawasaki mótorhjólum að fá sér Hlölla.
Hafa ekki enn hringt í mig eftir miðvikudaginn. Og gera vonandi aldrei. Hafa vonandi fundið fúlmennið sem réðist á stúlkuna með bekk á göngugötu Mjóddarinnar.
Er samt ekki sáttur og finnst á mér brotið. Finnst rétt að fara lengra með málið. Jafnvel kæra lögregluna fyrir að dæma mig á staðnum. Eitthvað sem hún á engan rétt á að gera.
En eflaust er það tilgangslaust og verður bara sneypiför. Lögreglan er ósnertanleg.