Straumur tímans hlýfir engum. Framþróun hans heldur áfram óháð skoðunum afturhaldssinna landsins.
Tækniframfarir krefjast annarra viðskiptahátta en hafa tíðkast fram að þessu. Úrelda boð, bönn og ríkisreknar áfengisverslanir.
Netverslunin er að taka yfir eftir Covid. Og þar pantar tæp 20% landsmanna sér áfengar veigar í stað þess að þramma í Vínbúðina eftir dýrari vöru.
Vissulega í gegnum réttaróvissu er varðar erlendar netverslanir með vöruhús stödd hérlendis. Smuga í gegnum þvermóðskulög landsins er varða áfengi.
Án efa mun hið heilaga Alþingi fylla í gatið með lagasetningu í stað þess að bjóða upp á frekara frelsi í málaflokknum með íslenskri netverslun eða áfengi í matvöruverslunum.
Hvernig væri að opna sérverslun ríkisins með sælgæti og aðrar sykurvörur! Sem eru mun hættulegri en bjórsull, léttvín og spíri. Gefa út skírteini sem sykursjúkir fá ekki til að versla þar.