Kosningar í haust

Íhaldið og kommarnir skiptast á að sparka í punginn á hvor öðrum. Allt logar stafnanna á milli á stjórnarheimilinu. Stjórnin er loks komin á endastöð.

Sjálfgræðgisfólk gefur skít í forsjárhyggju Vinstri-Vænna þegar kemur að áfengismálum og blessar netverslun með hinn heilaga kaleik. Daðrar svo grímulaust við útlendingaandúð á sjálfum Bessastöðum.

Rauðliðar svara á móti með því að banna hvalveiðar. Kristján Loftsson er í þessum rituðu orðum að brjóta innanstokksmuni í Valhöll. Algjörlega froðufellandi og hótandi að láta af milljóna stuðningi sínum við flokkinn.

Hlakka svo til kosninganna í haust. Að fá loks tækifæri til að sópa þessari verklausu ríkisstjórn til hliðar. Hér þarf að bretta upp ermar og taka til hendinni eftir aðgerðarleysi og stöðnun.

Færðu inn athugasemd