Á milli staða

Ég er sennilega einn af síðustu íslensku Móhíkönunum sem ferðast með strætó á milli staða. Síðasti miðaldra, íslenski karlmaðurinn sem á ekki bifreið til að flytja mig á milli bæjarhluta.

Restin af farþegum strætó eru af öðru bergi brotin. Og bílstjórinn einnig.

Ég ferðast til annarra landa þegar ég fæ mér far með strætó.

Þar er sjaldan töluð íslenska lengur.

Færðu inn athugasemd