Hvers vegna er alltaf verið að böggast í mér þegar ég hætti mér í matvöruverslanir? Núna síðast í Hagkaup í Kringlunni.
Einhverjir þrír guttar með teiknuð yfirvararskegg og hatta að þykjast vera blaðamenn. Ráku gemsana sína upp í andlitið á mér og báðu um viðtal sem ég neitaði auðvitað. Bögguðu mig svo aftur þegar ég var að klára við sjálfsafgreiðslukassann og buðust til að borga fyrir mig.
Núna er ég orðinn aðhlátursefni á einhverri unglingasíðu. Geðvondi miðöldungurinn með allt á hornum sér. Þessi náungi sem maður sór þess eið sem unglingur að verða aldrei.