Sunnudagsmorgunn

Í morgun þegar ég rak út nefið á leið út í búð í fæðisleit voru Hopphjól út um allt og jafnvel Hoppbíll beint fyrir utan sem biðu eftir mér þegar ég þurfti ekkert á þeim að halda og lá ekkert á að mæta til vinnu.

Þrammaði út í Krónuna í Borgartúni. Á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut renndi stúlka á hlaupahjóli upp að mér. Með úfinn koll og andlitsmálningu gærkvöldsins. Leit á mig fallegum þynnkuaugum og brosti lítillega. Ég brosti á móti. Svo var hún þotin niður í bæ. Vonandi var gaman í nótt.

Færðu inn athugasemd