Sumarfríið hefur verið gott framan af. Sól og þurrt ef var skýjað. Rignt að nóttu til. Jafnvel hlýtt. Kannski tveir haustdagar.
Hef verið duglegri heldur en fyrir ári síðan þegar grámyglan lá yfir öllu og mig langaði varla út úr húsi.
Málið er að setja sér hóflega fyrir hvern dag. Ekki spenna bogann of hátt. Sumarleyfið er til að gíra sig niður. Ná vöðvabólgunni úr öxlunum. Gleyma saltnámunum.
Fylgjast með öllum bandarísku ferðamönnunum sem skilja ekki Klappið frekar en við hin og hneykslast á íslensku verðlagi. Samt koma þau hingað. Kannski bara til að kæla sig eða skoða þjóð í hlekkjum eigin hugarfars.
Við erum víst rannsóknarefni fyrir mannfræðinga heimsins. Eins skrítin og við erum.