Alzheimer?

Þvert gegn eigin getu sé ég um fjármál og fleira tengt mömmu gömlu. Sannaði sig ég dag þegar henni var neitað um lyfjaskammtinn sinn vegna gamallar skuldar. Ég kom af fjöllum og vissi ekki betur en allt væri greitt og í góðum málum. Hafði gleymt að greiða reikningana hennar í síðasta mánuði.

Gengur því greinilega ekki lengur að maður á fyrstu stigum elliglapa sjái um fjármálin. Velti því nefnilega fyrir mér í allan dag af hverju há upphæð hafði verið dregin af reikningnum hennar gömlu sem ég kannaðist ekkert við. Kviknaði svo á perunni undir kvöld að ég hafði gert upp skuld fyrir hana í gær. Var bara búinn að gleyma því.

Alzheimer here I come!

Færðu inn athugasemd