Tók með mér borgara heim frá Yuzu í Borgartúni fyrr í dag. Svona allt í lagi borgari en franskarnar mun skárri. Mátti alveg slafra honum í sig. Hef þó fengið þá marga betri þaðan.
Fannst þó undarlegast að horfa á dúddana tvo handleika snjallsímana sína meðan borgarinn var næstum farinn að brenna á grillinu. Annar að spjalla við mömmu sína meðan hinn var að skoða eitthvað mun mikilvægara en að sinna starfi sínu.
Báðir með hanska sem þeir notuðu svo við eldamennskuna eftir að hafa strokið símunum vandlega með öllum sínum sýklum. – Samkvæmt öllu hefðu þeir átt að skipta um hanska áður en þeir fóru að handleika matinn eftir símavændið. En nei, heldu bara áfram með sömu hanskana þess fullvissir að þeir væru að gera rétt.
Undir sóðaskapnum glumdi eitthvert íslenskt rapprusl af Spotify á hæsta styrk; mér, gestum og starfsfólki annarra staða á Borg29 til augljósra ama. Dúddarnir tveir voru bara í eigin heimi og drullusama um annað fólk. Sá mögulega viðskiptavini hætta við og hrökklast út vegna hávaðamengunar frá þeim.
Mjög fælandi þegar starfsfólk hangir í símunum sínum og spilar tónlist á hæsta styrk yfir sameiginlegan matsal. Ég horfði vandlega í kringum mig og ENGINN á hinum stöðunum voru með símana sína uppi, heldur töluðu saman sín á milli meðan þau voru að undirbúa staðina eða elda ofan í viðskiptavini með fullri athygli. Og voru ekki leikandi tónlist eins og Palli einn í heiminum.