Ég veit ekki alveg, en mér finnst gusta vott af fasisma frá vonandi fráfarandi ríkisstjórn í málefnum flóttafólks. Meira að segja forsætisráðherra er stokkin á vagninn. Reisa skal flóttamannabúðir fyrir fólk sem hefur verið hent út á Guð og gaddinn vegna nýsamþykktra laga nasistanna niður á þingi.
Hættið þessum skrípaleik rasistarnir ykkar! Hvernig er það að vera góða fólkið að vilja sýna smá mannúð og skilning. Að vilja greiða götu fólks í leit að betra lífi sem er tilbúið að vinna fyrir sér en fær það ekki. Sérstaklega ekki ef það er dökkt á hörund.