Leið 14

Hristist heim með leið 14 af Grensásvegi. Tvær fjórtán tipluðu inn stuttu seinna án þess að greiða fargjald. Bílstjórinn æpir á eftir þeim að þær séu ekki ellefu ára og þurfi að greiða. Þær þykjast ekkert skilja og tala bara arabísku.

Vagninn ekki á leiðinni neitt og komin upp pattstaða. Bilstjórinn á leiðinni til þeirra til að fleygja þeim út. Þær haggast ekki heldur veifa gaur í gegnum gluggann og biðja hann um að greiða fyrir sig. Sem hann og gerir. Meiri vitleysan!

Svona svipaðar og íslensku gelgjurnar sem ruddust fram fyrir alla í sjálfsafgreiðsluröðinni í Krónunni um daginn. Laumuðu sér tvær framhjá og stilltu sér fyrir aftan konu sem var að klára. Glottu á meðan framan í okkur eins og til að segja „hvað þykist þið ætla að gera sem eruð svo vitlaus að bíða í röð!“ Fremstur ég hristi bara hausinn framan í þær en langaði helst til að elta þær út úr búðinni og æpa á þær. Krakkakjánar að kanna mörkin.

Færðu inn athugasemd