Í skjóli nætur

Sérsveitin lætur til skarar skríða í nótt gegn ungu konunum tveimur í Hvali 8 og 9. Sannið þið til. Fáir á ferli og þær sennilega sofandi.

Get samt ekki annað en dáðst að hugrekki þeirra, þó þær séu að brjóta lög sem ættu að vernda hvalina en ekki morðóðan gamlingja með sterk tök á flokknum sínum.

Auðvitað eru þær bara að tefja í smástund svo skip frá Sea Shepherd nái að sigla á móti hvalskipunum og trufla fjöldamorð á hvölum af alvöru.

Færðu inn athugasemd