Svefn

Dugnaður minn felst helst í því að gera nákvæmlega ekki það sem læknar ráðleggja mér. Nema að nota lyfin sem þeir skrifa upp á. Geri slíkt samviskusamlega. En að borða betur eða nota svefnvél gegn kæfisvefni…neeeiiii. Óþarfi. Kemur mér ekki við.

Og það er sennilega að læðast upp að mér. Skrokkurinn er hættur að hlýða mér. Geng um haltur, skakkur og skældur. Komst ekki upp úr rúminu í dag fyrr en seint og síðar, og þá með erfiðismunum. Lagði mig aftur og náði loks smá hvíld. Leið strax betur. Eftir samtal við sjálfan mig er niðurstaðan að ég fæ sennilega ekki nægan og nógu góðan svefn. Eða það er kenning mín.

Ætla að skella á mig nefgrímunni um leið og ég leggst á koddann í kvöld. Lítil fórn fyrir djúpsvefn og góða hvíld fyrir skrokkinn sem verður að fá að endurnýja sig á nóttunni. Nenni svona fötlun ekki. Er bara fimmtugur. Sjáum til hvort að mér fari ekki að líða betur og skrokkurinn að virka á ný.

Færðu inn athugasemd