Bjarni Ben. jarðsöng Borgarlínuna í dag. Segir hana allt of dýra og að forsendur hafi breyst. Enda var aldrei ætlunin að koma henni á koppinn. Bara koma tveimur gosum úr flokknum í forstöðusæti til að tefja dæmið þar til það gæfi upp öndina sökum kostnaðar.
Leitt að segja það en til hvers var haldið af stað ef aldrei átti að verða neitt úr þessu? Jú, leikritið þurfti að spilast út yfir nokkur ár svo fólk tryði að eitthvað væri að gerast í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins meðan við skröltum um í úr sér gengnum vögnum og ferðumst á hraða snigilsins milli borgarhluta á leið til vinnu.
Nú geta Sjallar sagt að þessi sósíalismi hafi ekki gengið upp. Einkavinavæðum samgönguæðarnar og seljum Engeyingum og vinum fyrir slikk. Á því fer best.