Lögregluríkið

Er það bara ég, eða gerir lögreglan í því að bögga hinn almenna borgara fyrir litlar eða engar sakir? Núna síðast hjónakornin í Hveragerði og piltinn á Ljósanótt. Mig fyrr á árinu í Mjóddinni fyrir að vera sköllóttur og miðaldra. Strákinn með dreddana tvisvar sama daginn. Vinkonu þeirra í hvalbátunum sem löggurumur réðist á er hún var að fara út af bannsvæðinu. Auðvitað sló hún til hans fyrir frekjuna.

Er komið eitthvert nýtt skipurit sem segir að bögga verði borgarann sem mest svo við höldum okkur á mottunni og séum ekki að rífa kjaft? Annars fáum við að finna fyrir því.

Færðu inn athugasemd