Geðbilaður bílstjóri ekur tuttugu tonna vagninum eins og sportbíl um götur borgarinnar. Ástfangnir unglingspiltar sitja fyrir framan mig sitthvoru meginn við ganginn og horfast í augu. Snertast öðru hverju. Fyrir aftan mig röflar sótdrukkinn pólskur maður. Grætur og talar við sjálfan sig sorgmæddur.
Asnaðist upp í tvistinn í stað fjarkans úr Hamraborginni. Breytti ekki miklu. Bara hefðbundin ferð með strætó þessa dagana. Maður veit aldrei hverju maður á von.
Borgarlína verður aldrei. Það nennir enginn þessu rugli nema bjánar eins og ég, unglingar án bílprófs og fátækt fólk af erlendu bergi brotið.
Helsta happdrættið er hversu veikur á geði bílstjórinn reynist vera. Efast um að þeir séu allir með meirapróf, nema þá kannski keypt yfir borðið með seðlabúnti í brúnu umslagi.