
Tveir gosar úr flokknum svo stoltir af dagsverki sínu að segja öllu ræstingarfólki og starfsfólki á þvottahúsum Grundar upp störfum svo þeir geti grætt enn meira með útvistun til einkarekinna fyrirtækja (sem þeir eiga sennilega sjálfir) sem greiða enn lægri laun til starfsfólks síns og tryggja enn síður réttindi þeirra.
Setja ætti í lög að rekstur hjúkrunar- og elliheimila megi ekki vera gróðrastía fyrir flokksmenn og að þar eigi hvorki stjórn né forstjóri heima í leit að skjótfengnum gróða. Umönnum eldri borgara á að vera óhagnaðardrifið samfélagsverkefni okkar allra. Annað er bara fáranlegt!