Sjá þessi andlegu systkini skiptast á lyklakortum ráðuneyta sinna. Íslandsbankasalan sett í forgang svo pabbi Bjarna og bróðir Þórdísar Kolbrúnar geti grætt enn þá meira á því að kaupa bréf með vænum afslætti og selt skömmu síðar með margföldum gróða. Ætli skjólstæðingar VG og Framsóknar fái líka svona kjör?
Hlýtur eiginlega að vera því þau æmta hvorki né skræmta. Virðast bara beygja sig betur og láta íhaldið taka sig í sitt ósmurða. Ég kvíði fyrir allri spillingunni og klúðrinu sem Bjarni á eftir að valda í utanríkismálum þjóðarinnar. Annar hver kúkur í flokknum á eftir að fá sendiherrastöðu. Lýst verður fullum stuðningi við fjöldamorð Ísraela á palentískri þjóð. Að þarna verði að taka til svo friður komist á. Og Pútín boðið í heimsókn til að fyrirgefa stuðninginn við Zelenski.
Slíku og fleira trúi ég upp á herra teflon. Maðurinn hefur átt fleiri líf í stjórnmálum en kettir og kakkalakkar. Alltaf þegar maður vonast til að losna við hann, þá snýr hann öllu við og stendur uppi sem sigurvegari. Vonandi hættir hann eftir kjörtímabilið. 70% þjóðarinnar er komin með upp í kok.