Vetrardvöl fjarri Íslandsströndum

Nóvember er skollinn á með kulda en fallegu sólarlagi síðla dags. Enn hefur ekkert hvítt ógeð lagst á jörðina. Lognið á undan storminum. Vetur konungur bíður handan hornsins. Og enn eitt eldgosið er í startholunum.

Auðvitað væri réttast að halda suður á bóginn og dvelja þar að minnsta kosti næstu fjóra mánuði meðan mesta myrkrið dynur á djöflaeyjunni. Sinna fjarvinnu í gegnum netið, borða betur fyrir minni pening. Kíkja á ströndina eftir vinnu. Elta raddir er kvölda tekur og ræða við nýtt fólk.

En nei, frekar hangi ég hér eins og hor upp á vegg og tek vandarhöggunum fegins hendi. Beygi mig betur og bið um meira í ósmurðan óæðri endann. Sætti mig við myrkrið og mannaskítinn. Set undir mig höfuðið með von um minni hálku.

„Horfðu á björtu hliðarnar,
heimsstyrjaldir verða í öðrum löndum.“

(Sverrir Stormsker).

Færðu inn athugasemd