Ömurlegt að horfa upp á hrokann í utanríkisráðherra gagnvart mjög einfaldri spurningu frá norskum blaðamanni sem því miður bakkaði eins og auli og leyfði Bjarna að komast upp með yfirganginn.
Rétt eins og flest allir virðast gera hérna á Klakanum. Bakka og bugta sig fyrir frekjunni í Engeyjarprinsinum. Vinstri-Græn verða að fara að slíta þessum þremur ríkisstjórnum. Maðurinn er við það að springa úr frekju.
Varla ætlar Katrín að hanga þarna mikið lengur? Sást vel hve sár og vonsvikin hún var með að Bjarni tók upp á sitt einsdæmi að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um vopnahlé á Gaza. Blessunin ætti bara að þiggja einhverja góða stöðu út í heimi, skrifa fleiri góðar glæpasögur og njóta lífsins. Hætta þessu stjórnmálavafstri.
Sex ár af því að éta skít eru sex árum fleiri en ég hefði trúað að Vinstri-Græn gætu torgað. Tvö ár í viðbót af þessu er vonlaust ástand fyrir þjóðina. Verðum að fá frí frá Sjálfstæðisflokknum. Megum ekki við meira sukki í bili. Eða Bjarna Ben. Er ekki hægt að gera hann að sendiherra Íslands í Florida!