Vilji og hagur barna ofar öllu

Formaður lögmannafélagsins og forsætisráðherra eru þvílíkar lyddur að það hálfa væri nóg. Geta engan veginn staðið með eða aðstoðað íslenska móður sem norska ríkið er að valta yfir með framsali til Noregs í öryggisfangelsi fyrir hryðjuverkamenn. Mætti halda að hún hafi myrt einhvern þegar hennar eini „glæpur“ er að vernda syni sína þrjá fyrir vanrækslu föður þeirra.

En nei, norska ríkið fer fram í sínu venjulega offari í barnaverndarmálum þar sem feðrum er oftar dæmt forræði yfir sonum og ullað framan í mæður sem synirnir vilja heldur dvelja hjá. Vilji barnanna er ekki virtur heldur frekja óhæfra feðra og dómsorð karllægs kerfis látið ráða. Feðraveldið fer sínu fram óháð vilja barnanna.

Af hverju þorir enginn að stíga fram, berja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Við ætlum varla að leggjast flöt undir norsk barnaverndaryfirvöld sem eru þekkt um hinn vestræna heim fyrir óbilgirni og hrottaskap gagnvart mæðrum og undirgefni fyrir feðrum.

Færðu inn athugasemd