Freki kallinn

Eflaust er ég frekar tregur því ég skil ekki af hverju íslensk stjórnvöld og þá helst Bjarni Ben. styðja þjóðarmorð á Gazabúum. Skilst að þar búi einhver viðskiptasambönd að baki við Ísrael sem þarf að vernda fyrir einhverja innvígða og innmúraða flokksmenn.

Stríð eru oftar en ekki háð af misvitrum stjórnmálamönnum sem þurfa sjálfir aldrei að lyfta vopni og berjast fyrir lífi sínu. Geta þeir ekki bara tekið upp gamla einvígið. Mæst í morgunþoku með sitt hvort vitnið, dómara og framhlaðna skammbyssu. Gert út um deilumál sín og hlíft okkur hinum við egóinu sínu.

Færðu inn athugasemd