Meðan apaheilar landsins eru að elta skottin á sjálfum sér og reyna að drepa sig úr stressi, halla ég mér aftur í stólnum með hendur fyrir aftan hnakka og andvarpa: húmbúkk! Jólin eru hvíld fyrir mér.
Mér leiðast jólin og hef lengi gert. Skil ekki hvert málið er með öll þessi hundleiðinlegu jólaboð sem mér er sem betur fer ekki boðið til. Eða af hverju við og fjölskyldur systkina mömmu þurftum að hittast eftir mat og skiptast á gjöfum þar sem pabbi, frændi og afi léku jólasveina. Sem var reyndar skemmtilegt fram að tíu ára aldri.
Langt síðan ég tók þá ákvörðun að hoppa ekki lengur á söluvagn jólanna. Hætti því um leið og ég fékk ekki / nennti ekki lengur að leika jólasvein og hræða litla frændur og frænkur. Fjórða kynslóð jólasveina frá langömmu Kristínu, afa Edda, frænda og pabba deyr sennilega með mér.