Flott ákvörðun hjá Guðna og Eliza að hverfa frá Bessastöðum í vor eftir átta ár og tvö kjörtímabil. Algjör óþarfi að daga uppi í slíku starfi.
Lífið býður upp á svo margt fleira. Hjónin eru að byggja sér hús í hrauni ekki svo langt frá og verða áfram Garðbæingar ásamt börnum sínum. Þriðja kjörtímabilið yrði bara endurtekning og leiðindi. Lífið verður að halda áfram.
Persónulega finnst mér að leggja ætti embættið niður og ekki halda kosningar í vor með öllum þeim fjölda trúða sem telja sig þess vaxnir að geta setið á Bessastöðum. 1500 undirskriftir eru allt of lágur þröskuldur til að geta boðið sig fram til forseta lýðveldisins.