Skaupið

Skaupið var bara fínt! Fór ekkert sérstaklega í taugarnar á mér. Fullmörg revíusöngatriði a la Flosi Ólafsson, en allt í lagi. Leikskólasketsinn með Fóstbræðrum stóð upp úr. Miðaldra fólk að nýta sér langþráða innlögn sína.

Var ekki alveg að fatta alla þessa gervigreind og partýið hans Villa Neto. Hemmi Gunn endurreistur er ekki fyndni. Maðurinn er látinn. Fullt af ættingjum hans krossbrá við að sjá hann á skjánum. Gervigreind er viðbjóður!

Barbíbíltúr Bjarna Ben. og Kötu lýsir ríkisstjórnarsamstarfinu út í hörgul. Ný ríkisstjórn verður mynduð eftir kosningar í vor.

Færðu inn athugasemd