Jamm. Er skriðinn á sjötta áratug lífs míns með brotið bein á vinstri rist íklæddur plastskó frá Össur h/f og hækjur til beggja handa. Hjólastóllinn er á leiðinni. Bannað að stíga í fótinn næstu tólf vikur. Jeeii!
Eftir grun um smá sýkingu í fæti og ótal heimsóknir á heilsugæsluna ásamt því að innbyrða tugi sýklalyfjatafla og þiggja fimmtán inndælingar í gegnum lyfjalegg í æð, þá áttaði læknir sig og sendi mig í frekari rannsóknir.
Reynist vera með Charcot fót og má ekki stíga í fótinn næstu vikurnar svo hann afmyndist ekki. Eitthvað sem ég er feginn að fá loks að vita eftir að hafa haltrað síðustu þrjár vikur með strætó takk fyrir!
Bráðamóttökubæklunarlæknirinn sinnti mér síðast eftir fjögurra tíma setu á stól með sýklalyf í æð eftir að hafa sinnt öllum skoppandi snjókornunum og foreldrum þeirra sem töldu sig vera brotin eftir íþróttaæfingar síðdegisins.
Hvers konar heilbrigðisþjónusta er það sem leyfir frekum foreldrum að fara fram fyrir beinbrotna einstaklinga og svipta mig almennri og réttri greiningu frá óþreyttum bæklunarlækni! Haltraði um án sannleikans í meira en viku.