Aumingi með Bónuspoka

„Ég er aumingi með Bónuspoka og Ríkið er búið að loka“ – Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni).

Verst að ég hef ekkert komist í Bónus síðustu vikurnar né getað pantað frá þeim því þau hafa enga netverslun. Eitthvað sem ég hef reitt mig á upp á síðkastið frá Nettó og Heimkaup. Á eftir að prófa Krónuna.

Hef setið sveittur heima með fótbrotna vinstri rist fangaða í plastfót frá Össur hf síðastliðinn mánuð. Og í ofan á það verið greindur með einhvern Charcot-fót sem kemst kannski aldrei í samt lag. Jeeeiiiii!!!!

Hitastigið í fætinum verður víst að lækka undir tvær gráður svo ég megi fara að tylla honum aftur. Sem er rugl, því ég get ekki komist á milli staða án þess. Er kominn með hjólastól sem ég nota ekki því að ég á hvorki bíl né hef enn fengið ferðaþjónustu frá borginni. Fer víst fyrir nefnd í vikunni. Jeeeiiii!!!!

Er með eitthvert hnéhjól á leigu sem dugir innandyra og fyrir styttri vegalengdir. Smá ljós í myrkrinu. Flaug samt á hausinn þegar ég var að koma úr heimsókn til mömmu á Borgarspítalann um páskana. Þurfti tvo fíleflda karlmenn til að koma mér á fætur.

Virðist sem vinstri hluti skrokksins sé að gefa sig. Er kominn með smá þoku á vinstra augað. Eins gott að finna sér nýjan augnlækni. Sá gamli er víst kominn á eftirlaun. Jeeeeiiii!!!!

Hvað gefur sig næst?

Færðu inn athugasemd