Aumingi með Bónuspoka II

Tékkið í dag var svo sem í lagi. Hitinn fer smá saman lækkandi í fætinum. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Alltaf einhverjir nemar og gestir viðstaddir. Einhver sleði sló um sig og tjáði mér í óspurðum fréttum að ég þyrfti að láta sérsmíða á mig skó í framtíðinni til að vernda iljarnar fyrir meiðslum. Nota þykk innlegg og bla bla bla my ass. Hefur gaurinn aldrei heyrt um öryggisskó með stálplötu í botninum!

Hringdi í flesta augnlækna höfuðborgarsvæðisins til að panta tíma. Biðin frá tveimur upp í níu mánuði. Virðast engir nýir bætast við stéttina og minn fór á eftirlaun fyrir tveimur árum. Hefði betur pantað tíma um leið og hann hvarf út á golflendurnar. Huggun harmi gegn að ég er á biðlista hjá stofu rétt hjá vinnunni. Ætti að geta skotist samdægurs ef tími losnar.

Færðu inn athugasemd