Frekjuhundurinn fékk sínu framgengt og verður forsætisráðherra. Langt í frá sami mannasættirinn og Katrín sem hélt þessu samstarfi þriggja ólíkra flokka gangandi í næstum sjö ár. Verður stutt í næstu alþingiskosningar.
Eftir frekari umhugsun þá vil ég Jón Gnarr sem forseta. Veislurnar á Bessastöðum yrðu mjög skemmtilegar og hann myndi aldrei nenna nema einu kjörtímabili rétt eins og í borginni. Fengjum því að kjósa aftur að fjórum árum liðnum. Sem er gaman.
Kata getur haldið áfram að skrifa glæpasögur. Næsta yrði um samstarfið við flokkana tvo. Baldur getur haldið áfram að kenna leiðindi við Háskóla Íslands. Er ekki viss um að Felix komi honum í embætti rétt eins og Guðrún Katrín gerði fyrir Ólaf Ragnar 1996.
Annars er öll kosningabaráttan framundan. Margt getur breyst á sjö vikum. Jafnvel einhver enn annar frambjóðandi skotist fram úr þremur efstu.