Eitthvað að rofa til í akstursþjónustumálinu. En þó varla fyrr en í næstu viku. Annars er bara að sníkja far sem er mér þvert um geð eða skakklappast með strætó á hnéhjólinu til vinnu.
Planið er að slökkva á Netflix og halda til vinnu um mánaðarmótin. Er orðinn geðveikari en ég var (sem ég hélt að væri ekki hægt) og hundleiður á þessu hangsi. Hvar stendur að hangs heima lækni nokkuð?
Gerði vísindalega tilraun í dag með því að panta vörur frá Heimkaup án þess að nota hraðþjónustu. Og hvað gerðist! Gaurinn bar allt draslið upp til mín eftir að ég hleypti honum inn með dyrabjöllunni. Ekkert „hurðin er biluð“ kjaftæði og „getur þú komið niður og hleypt mér inn“.