Blessað Reykjanesið má varla við meiru. Hvað þá Grindavíkin greyið. Að hugsa sér að gamli starfaði þarna og bjó í gamalli verbúð við höfnina fyrir rúmlega tveimur áratugum síðan. Nágrannar hans allir frá Afríku. Hann rasistinn varð á endanum kunningi þeirra og velgjörðarmaður. Hjálpaði þeim við að leysa úr hinum og þessum úrlausnarefnum.
En því miður hafa þessi tíðu gos komið illa við ferðamannaiðnaðinn. Hver vill ferðast til lands með sífelld eldgos. Skemmtiferðaskipin halda þó áfram að koma. Engin gos í Reykjavík. Bara lundabúðir.