Allir fjölmiðlar gasprandi hve spennandi forsetakosningarnar séu næstkomandi laugardag og mjótt á milli efstu frambjóðenda.
Mig grunar að kjörsókn verði sögulega lág rétt eins og utankjörfundarsóknin sýnir. Fólk gerir bara ráð fyrir að Katrín verði forseti og nenna þessu ekki. Fara bara frekar út úr bænum eða sitja heima yfir grillinu sötrandi léttvín og bjór.
Forsetaembættið er æðsta sendiherrastaða landsins og Guðni og Elíza sinntu því af kostgæfni. Hefði kosið að þau hefðu nennt því fjögur ár í viðbót, en allt í lagi. Lífið heldur áfram. Á auðvitað bara að breyta stjórnarskránni og leggja þessa forneskju niður rétt eins og ÁTVR. Nota peninginn í velferð og heilbrigði.