Auðvelt er að verða svörtum hundum (þunglyndi) að bráð þegar maður hangir heima með annan fótinn upp í loft og ekkert að gera. Netflix dugar bara svo skammt.
Í síðustu viku var ég langt kominn með að leggja árar í bát og gangast örorkunni á hönd. Þrátt fyrir að vinstri fóturinn virðist smá saman vera að ganga saman og hitinn í honum að lækka.
En slíkt gengur einfaldlega ekki upp. Verð að hrista af mér félagsfælnina og mæta aftur til vinnu. Koma mér í gang. Koma mér út úr húsi og á meðal fólks.
Prófaði ferðaþjónustu fatlaðra hjá Pant á fimmtudaginn. Virkaði vel. Mínístrætó með þjónustu. Einangrunin er rofin!