Rétt eins og sendiherrar og ríkisstjórnir. Allt gamaldags drasl búið til svo ríkjandi stétt geti haldið völdum sínum og kúgað okkur hin.
Í tæknivæddum heimi nútímans er hægt að viðhalda beinu lýðræði í gegnum tölvur, spjöld og síma. En gamaldags valdaflokkar vilja það ekki því þá munu þeir tapa völdum sínum til að mynda samsteypustjórnir við Vinstri-Græna a la Borgarnes.
Trúi ekki öðru en að hægt sé að fá fram vilja þjóðinnar með öðrum hætti en að hún mæti á kjörstað með vegabréf eða ökuskírteini til að sanna tilvist sína. Og eftirláta svo misspilltum sendisveinum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að sjá um talninguna.
Af hverju ekki bara í gegnum netið með Auðkenni, blóðsýni, fingrafari eða augnskanna? Í gegnum óháðan aðila út í heimi.