Ótrúlegt að stórveldi sem telur þrjúhundruð og eitthvað milljónir skuli ekki geta komið sér upp betri frambjóðendum en þessa ellibelgi.
Annar hraðlyginn spillingarpési sem hvatti til uppreisnar eftir versta kjörtímabil nokkurs forseta og hefur ekki enn verið kærður fyrir landráð og tekinn af lífi af fimm manna aftökusveit. Og enn spurning hvort hann hafi sigrað í raun og veru án aðstoðar rússneskra hakkara.
Hinn farsæll varaforseti og forseti sem skilar góðu búi, en er orðinn frekar hrumur og má alveg við að fara hvíla sig eftir langan feril sem opinber þjónn landsins. Besta sem hann gæti gert er að draga sig í hlé og hleypa öðrum að. Viðurkenna elli sína.
Annar kostur fyrir Demókrata væri að skipta út óvinsælu varaforsetaefni svo bandarísk þjóð eygði einhverja framtíð með því að kjósa Joe Biden.
Draumurinn væri náttúrulega Clooney/Springsteen. George Clooney sem forseti og Bruce Springsteen sem varaforseti.