Sjitturinn, titturinn! Hef ekki orðið svona lasinn í lengri tíð. Er fyrst núna að skríða saman eftir næstum tveggja vikna lasleika. Hita, hausverk, hósta, nefrennsli og beinverki.
Allt í boði íslenska sumarsins og þess að hafa vogað sér í vinnuna dagstund. Refsing fyrir að hafa hangið að mestu heima í fjóra mánuði án þess að fá hráka og hósta í andlitið.
Kominn tími til að dröslast aftur á færibandið. Mæta til vinnu og byggja aftur upp ofnæmiskerfið.