Trausti heitinn vinur minn benti mér á þessa þætti á sínum tíma (2009) en ég kom mér aldrei að því að kíkja á þá fyrr en nú. Þvílík snilld sem þeir eru! Frábærlega vel skrifaðir með pottþétt leikaraval.
Fjallar um hóp af háskólanemum af öllum aldri og kynþáttum í bandarískum „community college“ sem hittast í leshóp spænskunema á bókasafni skólans.
Gaman að horfa á létt grín í staðinn fyrir byssuþætti og þunglyndi.