Fangelsi

Til hvers er verið að loka alla einstaklinga inni fyrir glæpi sína! Láta þau hanga inni í dýru ríkisreknu rými árum saman í veikri von um betrun sem aldrei kemur. Bara til þess að okkur hinum líði betur í sálinni.

Nær væri að svipta þau vissum réttindum fyrir utan fangelsismúranna. Synjun útiveru um kvöld, nætur og helgar með öklabandi sem veitir raflost ef farið er fyrir utan reglurnar. Búsetu í húsnæði á vegum Fangelsismálastofnunar hér og þar um borgina. Vinnuúrræði undir eftirliti.

Veita stöðuga sálfræðiaðstoð og hjálp við að komast aftur inn í samfélagið svo þau grípi ekki strax aftur til glæpa. Allt annað en að loka fólk inni eins og dýr sem eru leifar frá fyrri öldum þegar litið var á einstaklinga sem misstigu sig sem villidýr sem þurfti að loka inni.

Aðeins morðingja, nauðgara og annað ofbeldisfólk á að loka inni í búri. Hin mega alveg fá mildari úrræði og spara ríkinu milljónir.

Færðu inn athugasemd