Skárri fótur

Eitthvað virðist vera að rofa til hvað vinstri fótinn varðar. Hitinn stiglækkandi og jafnvel von á að geta stigið örlítið í hann eða tyllt honum eftir að niðurstöður úr sneiðmyndatöku og röntgen liggja fyrir innan mánaðar.

Hægri fóturinn virðist einnig hafa hætt við að sýkjast alvarlega og bólgna eftir að ég innbyrði nokkra tugi sýklalyfstafla og passaði mig betur.

Hata að geta ekki gengið eðlilega á milli staða. Langar stundum til að öskra á menn sem spígspora áhyggjulausir framhjá þegar ég sit úti á svölum. Segja þeim að meta slíka gjöf. Hugsa betur um heilsuna og fæturna.

Færðu inn athugasemd