Útleiga um Þjóðhátíð

Eitthvað held ég að íbúar eyjunnar fögru hugsi sig um tvisvar að leigja út hýbýli sín að ári liðnu. Og þá síst til tíu stráka sem skila húsinu til baka í rúst með illa lyktandi sokka og nærbuxur út um allt. Ónýt gólfefni og garðhúsgögn. Beyglaðar þakplötur og borðplötur í eldhúsinu.

Haldandi garðpartý með Patrik og Húbba Búbba hoppandi um miðjan dag á pallinum og birta það á netinu. Hvar er virðingin fyrir eigum annarra. Þakklætið fyrir að fá leigt húsaskjól undan skítaveðri helgarinnar?

Fólk með vonlausan tónlistarsmekk virðist vera sama fólkið og gefur skít í allt og alla.

Færðu inn athugasemd