Bikar minn er barmafullur

Að hanga heima eins og hor upp á vegg gerir engum gott. Síst fyrir geðheilsuna.

Rúmið hefur verið minn besti vinur. Fátt betra en að liggja þar hálfan sólarhringinn og helst lengur til að drepa tímann og minnka álagið á vinstri fótinn. Restin af sólarhringnum eytt í gláp á þáttum sem engu máli skipta.

En nú er nóg komið. Bikar minn er barmafullur. Tími til kominn að rífa sig upp af rassgatinu og taka þátt. Mæta aftur til vinnu. Hætta að vorkenna sér.

Færðu inn athugasemd