Svipirnir fara á stjá

Að hanga einn heima eins og hor upp á vegg gerir engum gott. Allt of mikill tími gefst til að hugsa og gera upp gömul mál í huga mér. Kljást við svipina sem fara á stjá um nætur þegar ljósin eru slökkt og myrkrið og þögnin ráða ríkjum.

Stúlkur fyrri daga sækja að mér um nætur til að minna mig á mistök mín. Að hafa ekki bundist þeim tryggðarböndum og sökkt mér í samband við þær á sínum tíma heldur stokkið logandi hræddur frá borði af ótta við að særast á hjarta.

Rúmið getur orðið ansi kalt og einmanalegt um nætur þegar kroppurinn þráir fátt heitar en faðmlag, nánd og hlýju.

Færðu inn athugasemd