Hvað kemur ykkur það við!

https://www.visir.is/g/20242617580d/oktoberfest-opid-bref-erindi-til-studentarads-rektors-haskolarads-haskola-islands-og-haskolaradherra

Stúdentaráð Háskóla Íslands heldur Októberfest árlega á malarbílastæði skólans og túninu þar við. Slær upp tjöldum, lokkar að matarvagna að síðasta giggi sumarsins og býður fram frábæra dagskrá tónlistarfólks eina helgi í september áður en frostið skellur á borginni.

Allt til þess gert til að bjóða nema velkomna aftur til nýs skólaárs. Og ekki síst nýnema sem eru að taka sín fyrstu skref eftir framhaldsskóla á æðsta menntasviðinu áður en vinnumarkaðurinn fær að njóta starfskrafta þeirra.

En æ, æ. æ! Boðið er upp á bjór til sölu frá Ölgerðinni. Jafnvel afsláttarkort fyrir þau sem ætla sér að mæta öll kvöldin og kannski spara smá pening í leiðinni í bjórkaupum. Því varla eru háskólanemar múraðir fyrir og þurfa flestir að horfa í hverja krónu til að lifa af veturinn.

Nám snýst ekki bara um að grafa nefið niður í skruddur. Heldur líka um félagslíf. Hitta samnemendur, vini og jafnvel lífsförunautinn. Og þá er stundum lyft glasi af bjór eða léttvíni, gleymt stað og stund og slakað á í góðra vina hópi.

Eitthvað sem þessir tveir gosar virðast ekki skilja. Geta ekki látið fólk í friði sem neytir áfengis í hófi. Sem flestir háskólanemar gera sökum tímaskorts vegna námsanna og lítilla fjárráða því áfengisgjöld og skattar á þessu skeri eru með þeim hæstu á jarðríki.

Hata svona gaura sem vilja stjórna öðru fólki bara af því að þeir eru leiðindapúkar sem engum líkar við. Gott og blessað að stunda bindindi, en látið okkur hin í friði sem njótum þess að lyfta glasi í góðra vina hópi. Hvað kemur ykkur það við!

Færðu inn athugasemd