Horfði á fyrsta hálftímann af kappræðunum og datt svo inn í nokkur skipti eftir það. Trump alltaf að tala um eitthvert flóttafólk og glæpi þeirra. Að hann hafi ekkert gert af sér. Bara sögusagnir frá Demókrötum og gervifjölmiðlum. Að hann hafi verið skotinn í hausinn út af þessm sögum. Kallaði Kamala marxista oftar en einu sinni. Allt sem kom út úr honum var lygi eins og vanalega. Og þetta kokgleypir helmingur bandarísku þjóðarinnar.
Kamala stóð sig vel eins og alltaf. Enda þrælvön að færa rök fyrir sínum málstað sem fyrrverandi saksóknari. En það skiptir engu fyrir þjóð af heimskingjum sem fattar ekki að þau eru ekki að kjósa Trump í annað sinn sem forseta heldur sem einræðisherra yfir Bandaríkjum Norður-Ameríku. Annað borgarastríðið mun fylgja í kjölfarið milli læsra og ólæsra; Demókrata og Republikana. Herinn mun skiptast í tvennt á milli heimsku og hugsunar.
Sorglegt að sjá hálfa þjóð tortíma sjálfri sér vegna heimsku og blindrar trúar á hinn sterka leiðtoga sem hatar alla jafnt og dáist að einræðisherrum jarðkringlunnar. Elskar bara sjálfan sig en hatar þjóð sína. Aumingi sem vill ekki leigja svörtum íbúðir fasteignafélags föður síns en heldur samt svartan þjón sem skeinir honum og klæðir hann í bleyju á morgnana.