Sem nemi í sagnfræði án gráðu, þá er ég hættur að undrast á gjörðum mannkynsins. Raunveruleikinn reynist alltaf vera ótrúlegri en skáldskapurinn. Mannkynið virðist einbeitt í að tortíma sjálfu sér samkvæmt eigin vilja. Bara af því að þau geta það.
Vonandi verður appelsínugula forsetagerpið þroskaðri núna en í fyrri forsetatíð. Efast samt um það. Ef þú ert ekki búinn að taka út fullan þroska um sjötugt, þá er nú varla mikil von fyrir þig.
Og miðað við fullyrðingar hans og loforð í kosningabaráttunni, þá megum við búast við að lýðræðið verði tekið af lífi og einræði komið á þar sem Trump fjölskyldan verður að erfðaveldi.
Konur geta pakkað saman og flutt til Kanada. Þeirra réttindi verða ekki virt í Ameríku Trump. Innflytjendur verða réttdræpir. Demókratar neyðast til að flýja til fjalla.
Heimsbyggðin á auðvitað að sýna Bandaríkjunum fingurinn fyrir að vera svona miklir fávitar. Að kjósa yfir sig slíkan trúð í annað sinn réttlætir að önnur vestræn lýðræðisríki hunsi Bandaríkin næstu fjögur árin.